Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sól og blíða á Fiskideginum mikla

11.08.2018 - 16:57
Mynd: Skjáskot / RÚV
Búist er við að þrjátíu þúsund manns verði á tónleikum á Dalvík í kvöld þegar Fiskidagurinn mikli nær hámarki sínum. Veðrið hefur leikið við gesti í allan dag og gestir hafa gætt sér á allskyns fiskiréttum sem heimamenn hafa útbúið. „Það eru óvenju margir komnir í bæinn sem ætla að gista. Það eru margir sem ætla líka keyra og vera viðstaddir tónleikana,“ sagði Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins, í hádegisfréttum RÚV.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV