Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Söfnuðu fyrir sex súrefnisvélum á hálftíma

24.03.2020 - 06:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð sendu frá sér á ákall á Facebook í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Austurfrétt greinir frá því að fjárhagslegur róður hjúkrunarheimilanna hafi þyngst verulega síðustu daga vegna breyttra verklagsreglna og heimsóknarbanns. Til að vera sem best undirbúin undir útbreiðslu veirunnar á Austurlandi hafi  forsvarsmenn hjúkrunarheimilanna ákveðið að leita til almennings eftir stuðningi til að kaupa sex súrefnisvélar. Það hafi tekist á innan við 30 mínútum.

Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar, segir í samtali við Austurfrétt að fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar hafi boðist til að leggja þeim lið. Hann sé klökkur yfir stuðningnum.