Snjór og rafmagnsleysi trufla fiskvinnslu

09.04.2014 - 18:43
Mynd með færslu
 Mynd:
Framleiðslustjóri G. Run í Grundarfirði segir minni snjómokstur á vegum og ótryggt rafmagn bitna mjög illa á fiskvinnslufyrirtækjum á landsbyggðinni. Framleiðslustjórinn segir þungatakmarkanir vera viðskiptahamlanir á landsbyggðina.

Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík spáir því að miklar sameiningar muni eiga sér stað hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum á landinu á næstu tveimur árum. Rósa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri G. Run í Grundarfirði vonar að svo verði ekki, en segir álögur á greinina hafa aukist. Minni fyrirtæki á landsbyggðinni gegni mikilvægu hlutverki í samfélagi sínu. Þau glími hins vegar við margs konar vanda.

„Á meðan við búum við óöryggi í sambandi við rafmagn og lítinn snjómokstur, að ég tali ekki um þungatakmarkanir, sem ég kalla nú viðskiptahamlanir á landsbyggðina, þá lendum við í vandræðum,“ segir Rósa.

„Við lendum í vandræðum af því keyrum mjög mikið af ferskum fiski bæði í skip og flug. Og ef afhendingaröryggi er ekki í lagi og við komum afurðinni ekki á lokastað á réttum tíma þá lendum við í miklum vandræðum.“

Rósa segir Snæfellinga reyndar heppnari en mörg önnur byggðarlög. Hún viti til þess að hafi ekki verið eins auðvelt fyrir austan og vestan, þar sem snjómokstur hefur minnkað mikið. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi