Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Snjókoma veldur rafmagnsleysi í Síle

16.07.2017 - 13:15
epa06090018 Overview of an arean covered in snow in Santiago, Chile, 15 July 2017. The Chilean capital was affected this Saturday by the biggest snowfall of the last decade, leaving more than 300,000 homes without electricity and that was repeated in
 Mynd: EPA - EFE
epa06090023 View of snow covered vehicles on a street, in Santiago, Chile, 15 July 2017. The Chilean capital was affected this Saturday by the biggest snowfall of the last decade, leaving more than 300,000 homes without electricity and that was repeated
 Mynd: EPA - EFE
epa06090021 A group of people make a snowman, in Santiago, Chile, 15 July 2017. The Chilean capital was affected this Saturday by the biggest snowfall of the last decade, leaving more than 300,000 homes without electricity and that was repeated in other
 Mynd: EPA - EFE
Ekki er ýkja algengt að borgarbúar í Santíagó í Síle kagi snjóinn en sú hefur verið raunin um helgina. Snjókoma hefur valdið rafmagnsleysi í þúsundum heimila í borginni þar sem tré gefa sig undan þunga snjósins og falla á rafmagnsleiðslur. Fréttastofa BBC hefur eftir yfirvöldum í Santíagó að 250.000 manns hafi fundið fyrir rafmagnsleysinu. Tilkynnt er um eitt dauðsfall í borginni. Er þetta mesta snjókoma sem fallið hefur í Santíagó síðan 2007.

Auk rafmagnsleysis hefur snjókoman valdið umferðaröngþveiti í borginni. Börn í borginni sáu sér hinsvegar mörg leik á borði og tóku til þess ráðs að búa sér til snjókarl.

Sjá frétt BBC hér.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV