Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Snjóflóðið í Súðavík: Byggt upp að nýju

16.01.2015 - 17:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Það tók nokkur ár að byggja Súðavík upp að nýju eftir snjóflóðið sem féll fyrir 20 árum. Fyrst þurfti að hreinsa bæði snjó og húsarústir og safna saman persónulegum munum. Síðan þurfti að byggja ný hús í stað þeirra sem eyðilögðust.

Hratt gekk að koma fólk í bráðabirgðahúsnæði, en eins og gefur að skilja gekk hægar að byggja varanlegt húsnæði fyrir þá sem misstu húsin sín. Það helgaðist ekki aðeins af framkvæmdahraðanum heldur einnig bið eftir fjármagni frá ofanflóðasjóði sem lofað hafði verði. Og að auki var ekki búið að leysa öll vandamál þó að íbúarnir væru komnir í varanlegt skjól.

Hér er uppbyggingin á Súðavík eftir snjóflóðin rifjuð upp.