Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Snjóflóðahætta í Ljósavatnsskarði - veginum lokað

14.02.2020 - 13:24
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Óðinn Svan Óðinsson
Veginum um Ljósavatnsskarð hefur verið lokað vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Þá féll snjóflóð á Grenivíkurveg skömmu fyrir hádegi og er ófært til Grenvíkur.

Veginum um Ljósavatnsskarð var lokað rétt fyrir klukkan eitt og að sögn lögreglu verða aðstæður þar skoðaðar síðar í dag eða kvöld. Þar er óvissuástand vegna snjóflóahættu. 

Þá féll snjóflóð á veginn við Laufás skömmu fyrir hádegi. Vegurinn er lokaður og hætta getur verið á fleiri flóðum á Grenivíkurvegi. Íbúar eru beðnir að vera ekki á ferðinni. Vegurinn verður ekki mokaður fyrr en veðri slotar.

Þá er óvissuástand vegna snjóflóðahættu á veginum um Ólafsfjarðarmúla.