Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Snjóflóðahætta í Hlíðarfjalli

24.02.2015 - 16:16
Mynd með færslu
 Mynd:
Varað er við snjóflóðahættu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, sagði í samtali við fréttastofu að opið væri í fjallinu en fólki er ráðlagt að halda sig aðeins á þekktum skíðaleiðum.

Hann segir að nokkrir samverkandi þættir skapi snjóflóðahættu ofarlega í fjallinu en ein ástæðan sé sú að miklum snjó hefur kyngt niður á skömmum tíma undanfarna tvo til þrjá sólarhringa. Hann segir að starfsmenn fylgist náið með aðstæðum í fjallinu og að skíðafólk, sem haldi sig á þekktum leiðum, sé ekki í neinni hættu. Efstu brekkurnar í fjallinu, í svokölluðum Strompi, eru ótroðnar en fyrir skíðafólk sem er vant að skíða í lausamjöll er þar gott færi, segir Guðmundur Karl. Aðrar leiðir eru troðnar.