Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Snjóflóð féll í Ljósavatnsskarði

26.12.2013 - 08:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Snjóflóð féll í Ljósavatnsskarði rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki en hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Ísafirði og óvissustig vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum.

Hættustigið hefur verið í gildi frá því um fimmleytið í gær og var Reitur 9 á Ísafirði, þar sem atvinnuhúsnæði er, rýmdur vegna snjóflóðahættu. Ekkert íbúðarhúsnæði er á reitnum. Snjóflóðavakt skilgreinir hættustigið svo að það nái allt frá Dýrafirði til Bolungarvíkur og til Súðavíkur. Hluta Skötulsfjarðarbrautar var lokað vegna snjóflóðahættu, frá áhaldahúsi að Seljalandi.

Stöðug snjósöfnun hefur verið í hvössum norðlægum áttum undanfarna daga og útlit fyrir að svo verði áfram. Áfram verður fylgst náið með ástandi snjóalaga og veðri og gripið til frekari aðgerða ef þurfa þykir. Vitað er um nokkur snjóflóð sem fallið hafa yfir vegi síðasta sólarhringinn og líklegt er talið að ástand batni ekki samkvæmt veðurspáFyrri hluta nætur var mikið hvassviðri og stormar, 18-23 metrar á sekúndu og var stormviðvörun Veðurstofu í gildi þar til klukkan 4 í nótt.