Guðbergur mun lesa upp úr bók sinni Tómas Jónsson - metsölubók á Rás 1 klukkan 21:30 í kvöld en hann segir að trénuð fjölbreytni einkenni íslenskar bókmenntir samtímans. Það séu margir að skrifa og allt sé það voða sætt og margar stjörnur gefnar af gagnrýnendum. „Oft er þetta með einhverjum kvenlegum hjúp sem kemur úr háskólanum, allar með BA og MA próf, ósköp sætar í skrifum sínum. Og gefa stjörnur.“
Hann telur þó möguleika á því að upp komi rithöfundur sem hristi upp í stöðnuðum íslenskum bókmenntaheimi, eftir að kaninn sé farinn af Keflavíkurflugvelli og ferðamennirnar farnir. „Ef það myndast gífurlegt tómarúm, þá getur vel verið að einhver djöfullinn rísi upp, og sópi öllu þessu bókmenntakraðaki í burtu.“