Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sneru árásarmanninn niður á sokkunum-myndskeið

01.06.2016 - 14:52
Mynd með færslu
 Mynd: ruv
Lögreglumenn brugðust hratt við þegar karlmaður úr hópi frá Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima með steypustyrktarjárni utan við Ýmishúsið í dag. Tveir lögregluþjónar voru staddir inni í moskunni þegar árásin varð, og hlupu þeir út á sokkaleistunum og sneru manninn niður.

Maðurinn var svo settur í handjárn og færður burt í lögreglubíl. Fjölmennt lögreglulið kom þegar á vettvang, en ekki kom til frekari átaka. Tveir menn gerðu hróp að framkvæmdastjóranum, Karim Askari, og hræktu í átt til hans. Menningarsetur múslima þurfti að rýma Ýmishúsið í dag samkvæmt úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur. Það var Stofnun múslima sem fór fram á að húsið yrði rýmt, en húsið er í þeirra eigu.

Myndatökumaður RÚV náði árásinni á myndband, sem má sjá hér fyrir neðan.

Mynd: RÚV / RÚV