Lögreglumenn brugðust hratt við þegar karlmaður úr hópi frá Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima með steypustyrktarjárni utan við Ýmishúsið í dag. Tveir lögregluþjónar voru staddir inni í moskunni þegar árásin varð, og hlupu þeir út á sokkaleistunum og sneru manninn niður.