Snarpur skjálfti í Bárðarbungu í kvöld

28.09.2014 - 00:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Snarpur jarðsjálfti, 5,2, að stærð, varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni á áttunda tímanum í kvöld. Það er stærsti skjálfti sem mælst hefur síðasta sólarhringinn en sá næst stærsti, 5,1, varð um klukkan tvö síðastliðna nótt.

Skjálftavirkni undir norðvestanverðum Vatnajökli er með svipuðu sniði og síðustu daga. Stærstu skjálftarnir eru við norðanverðan öskjubarminn en tugir minni skjálfta urðu í kvikuganginum undir norðanverðum Dyngjujökli.