Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Snarpur skjálfti í Bárðarbungu í gær

24.12.2017 - 05:46
Mynd með færslu
 Mynd: Tómas Guðbjartsson
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 mældist í Bárðarbungu klukkan 23:28 í gærkvöldi. Upptök skjálftans voru í norðanverðri öskjunni. Fáir eftirskjálftar mældust í kjölfarið að sögn Sigríðar Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðings við Veðurstofu Íslands, og engin merki um gosóróa.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV