Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Snæfellsbær kaupir byggingarnar á Gufuskálum

01.03.2017 - 07:01
Langbylgjusendir RÚV á Eiðum
Mynd úr safni. Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Snæfellsbær hefur keypt mannvirki við gömlu lóranstöðina á Gufuskálum. Alls eru þetta tíu byggingar. Meðal annars tvö fjölbýlishús, einbýli, samkomusalur og stórar skemmur, alls 3300 fermetrar.

Morgunblaðið greinir frá þessu. Lóranstöðin var reist um 1960 og var hluti af lórankerfinu sem bandaríska strandgæslan átti og náði yfir norðurhvel jarðar. Kerfið var nýtt til að staðsetja skip og flugvélar á svæðinu.

Lórantæknin var hins vegar orðin úrelt um 1990 og þá lagðist starfsemin af. Ríkið fékk eignirnar og meðal annars fékk Ríkisútvarpið mastrið á Gufuskálum. Mastrið er 412 metrar og hæsta mannvirki landsins. Nú nýtist það sem endurvarp útvarpssendinga á landbylgju. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur haft flestar húseignirar til umráða. Þar var starfræktur björgunarskóli um árabil. 

Í samtali við Morgunblaðið segir Kristinn Jónsson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, að eignirnar verði líklega notaðar til uppbyggingu á ferðaþjónustu. 

viktoriah's picture
Viktoría Hermannsdóttir
dagskrárgerðarmaður