Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Sluppu vel úr bílveltu við Skaftafell

13.01.2016 - 15:04
Mynd með færslu
 Mynd: Valgeir Örn Ragnarsson - RÚV
Tveir erlendir ferðamenn reyndust eftir rannsókn á Landspítalanum hafa sloppið vel úr bílveltu við Skaftafell. Meiðsli beggja eru talin minni háttar og þeir voru útskrifaðir í dag. Bíll þeirra fór út af síðdegis í gær og fór margar veltur. Meiðsli annars voru á vettvangi talin minni háttar, en hins talsverð. Þeir voru því fluttir með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík.
Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV