Ólöf Nordal innanríkisráðherra slökkti á hliðræna dreifikerfi RúV á Vatnsenda í hádeginu. Það var lokaáfangi í uppbyggingu á stafrænu dreifikerfi Vodafone og Ríkisútvarpsins.
Hliðræna kerfið hefur verið í notkun í hartnær 50 ár, en framvegis verður útsendingin eingöngu á stafræna dreifikerfinu sem nær til 99,9 prósenta heimila í landinu.