Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Slógu Íslandsmet í Dýrafjarðargöngum

04.02.2019 - 18:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslandsmet var slegið í grefti vegganga í síðustu viku þegar Dýrafjarðargöng lengdust um 111 metra. Sprengt var 22 sinnum og hver færa tók að jafnaði sex klukkustundir og 45 mínútur. Fyrra metið er einnig úr Dýrafjarðargöngum en það var sett í maí þegar 105 metrar voru grafnir á einni viku.

847 metrar að gegnumbroti

Göngin eru nú orðnir tæpir 4,5 kílómetrar að lengd sem eru 84 prósent af heildarlengd ganganna. Nú eru um 847 metrar eftir að gegnumbroti milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og er það áætlað í lok apríl. Verkstjóri Metrostav segir að í vikunni hafi allt gengið upp en einnig hafi ekkert útskot verið grafið á þessum kafla.

Áætluð verklok Dýrafjarðarganga eru í september á næsta ári.