Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skýrsla um RÚV birt á morgun

28.10.2015 - 12:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Skýrsla úttektarnefndar um málefni RÚV verður afhent Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra á morgun og efni skýrslunnar kynnt klukkan eitt. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir úttektarnefndinni, segir að efni skýrslunnar hafi ekki verið birt opinberlega.

Stjórnendum RÚV hafi einum verið gefið færi á að kynna sér efni hennar. Stjórn RÚV kemur til fundar síðdegis í dag. Skýrslan er ekki sérstaklega á dagskrá fundarins og stjórninni hefur ekki verið kynnt efni hennar. Fjárlaganefnd Alþingis heldur fund um skýrsluna á morgun og fær gesti á fundinn til að ræða efni hennar.

 

anna.kristin's picture
Anna Kristín Pálsdóttir
Fréttastofa RÚV