Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Skylt að sækja um leyfi

15.04.2013 - 14:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Íbúðareigendur sem ætla að leigja íbúðir sínar í skammtímaleigu til ferðamanna þurfa að sækja um rekstrarleyfi samkvæmt lögum um gististaði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem minnt er á þessa reglu.

Rekstrarleyfi eru veitt til fjögurra ára í senn og kosta 24 þúsund krónur þegar um heimagistingu eða skammtímaleigu á íbúðum er að ræða. Útgáfa rekstrarleyfa er háð því að heilbrigðisnefndir sveitarfélaga gefi leyfi fyrir starfseminni.

Bent er á að samkvæmt lögum skal lögreglustjóri án fyrirvara eða aðvörunar stöðva leyfisskylda starfsemi sem fer fram án tilskilins leyfis.