Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skutu flugræningjann til bana

24.02.2019 - 18:29
Erlent · Asía · Bangladess
Mynd með færslu
 Mynd:
Farþeginn sem reyndi að ræna farþegaþotu bangladesska flugfélagsins Biman í dag var skotinn til bana af sérsveit hersins í Bangladess.

Hinn grunaði hafði ítrekað sagst vera með skammbyssu. Þegar sérsveitin réðst um borð eftir að vélin var lent var hinn grunaði skotinn þegar hann vildi ekki gefa sig fram. Enn er á huldu hvers vegna hinn grunaði vildi ræna vélinni. Herinn segir hann hafa verið 25 ára gamlan. Hann hafi særst í skotbardaga en látist af sárum sínum.

Frá þessu er meðal annars sagt á vef breska ríkisútvarpssins, BBC.

Allir 148 farþegar og áhöfn vélarinnar komust ómeidd frá borði eftir að flugvélinni var snúið af braut á leið til Dubai. Nauðlent var í hafnarborginni Chittagong við Bengal-flóa í Bangladess.

Chittagong í Bangladess

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV