Skúlptúr af hafsbotni

Mynd: Dagur Gunnarsson / Dagur Gunnarsson

Skúlptúr af hafsbotni

08.02.2016 - 09:56

Höfundar

Listamaðurinn Hulda Rós Guðnadóttir vinnur að heimildarmynd um löndunargengi og sýnir jafnframt myndlist í Listasafni ASÍ.

Sýningin nefnist Keep Frozen 4. hluti. Löndunargengið sem hún fjallar um í væntanlegri heimildamynd gekk með hluta af veiðarfærum sem fundust á hafsbotni frá höfninni í Reykjavík, í gegnum miðborgina, upp Skólavörðuholtið og inn á Listasafn ASÍ þar sem þeim var komið fyrir á vörubrettum.

Á veggjum safnsins má einnig sjá myndbandsverk og verk sem unnin voru af verkamönnum í slippnum.