Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skuggahverfis-fyrirtæki kaupir lóð af RÚV

13.10.2015 - 17:19
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Einkahlutafélag með tengsl við verktakafyrirtækið Skuggabyggð ehf hefur skrifað undir kaupsamning við RÚV um byggingarétt á lóðinni við Efstaleiti. Ávinningur af sölunni gæti numið 1,5 milljarði. Skuggabyggð ehf hefur byggt umtalsvert af íbúðum í Skuggahverfinu.

Í umfjöllun DV fyrir um ári síðan kom meðal annars fram að fyrirtækið væri eigandi byggingaverkefnis á Vatnsstíg 16 til 18.

Eigandi Skuggabyggðar ehf er Kristján Gunnar Ríkharðsson - hann á einnig Skuggi 3 sem byggir íbúðarturna á Lindargötu 39 og Vatnsstíg 20 til 22. 

Í tilkynningu frá stjórn RÚV kemur fram að ávinningurinn verði nýttur til að greiða niður skuldir félagsins.  Nánar er hægt að lesa um málið hér.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV