Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

„Skrýtin tilfinning en ógeðslega gaman“

Mynd: Ingvar Haukur Guðmundsson / RÚV

„Skrýtin tilfinning en ógeðslega gaman“

01.05.2018 - 09:24

Höfundar

Tónlistarkonan Bríet sendi frá sér sína fyrstu þröngskífu í síðasta mánuði en lögin hennar, þá sérstaklega „In Too Deep“, hafa vakið talsverða athygli á netinu. Bríet var gestur Rabbabara í Stúdíói 12 á dögunum.

Bríet er úr Hafnarfirðinum og þrátt fyrir að vera aðeins nýorðin 19 ára gömul hefur hún verið að koma fram og syngja hér og þar í dágóðan tíma. „Ég byrjaði mikið að spila á milli veitingastaða, með Rögga vini mínum. Spiluðum á Þrastarlundi og Bike Cave og svona. Bara djass og dinner, svona þægilegt,“ segir hún.

Tónlistarmyndband við lagið In Too Deep kom út í janúar og fyrsta EP platan kom út í mars en hún heitir 22.03.99, sem er einfaldlega fæðingadagur Bríetar. Hún viðurkennir að það sé enn hálf óraunverulegt að fólk sé farið að þekkja hana vegna tónlistarinnar. „Það er ógeðlega skrýtin tilfinning en ógeðslega gaman.“

Mynd með færslu
 Mynd: Ingvar Haukur Guðmundsson - RÚV
Bríet spjallaði við Atla Má í Rabbabara á dögunum

Plötuna vann hún með Pálma Ragnari Ásgeirssyni, úr upptökuteyminu Stop Wait Go. Bríet stefnir hátt og eru næstu tónleikar hennar í London í maí en hún er einnig bókuð á Iceland Airwaves hátíðina í haust.

Bríet var gestur Atla Más í þættinum Rabbara. Hún tók þrjú lög af plötunni 22.03.99, In Too Deep, Twin og Ghosts, og svo nýtt lag sem heitir Carousel. Hægt er að sjá þetta allt saman í spilaranum hér fyrir ofan.

Tengdar fréttir

Tónlist

Lagið varð til upp úr Snapchat-gríni

Popptónlist

Meira á leiðinni frá Joey Christ