Bríet er úr Hafnarfirðinum og þrátt fyrir að vera aðeins nýorðin 19 ára gömul hefur hún verið að koma fram og syngja hér og þar í dágóðan tíma. „Ég byrjaði mikið að spila á milli veitingastaða, með Rögga vini mínum. Spiluðum á Þrastarlundi og Bike Cave og svona. Bara djass og dinner, svona þægilegt,“ segir hún.
Tónlistarmyndband við lagið In Too Deep kom út í janúar og fyrsta EP platan kom út í mars en hún heitir 22.03.99, sem er einfaldlega fæðingadagur Bríetar. Hún viðurkennir að það sé enn hálf óraunverulegt að fólk sé farið að þekkja hana vegna tónlistarinnar. „Það er ógeðlega skrýtin tilfinning en ógeðslega gaman.“