Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Skrifstofa dagblaðs hertekin í Nígeríu

06.01.2019 - 23:31
epa04678488 A photograph made available on 25 March 2015 shows the Nigerian military on patrol after flushing out Boko Haram Islamic militants from Michika, North East Nigeria, 19 March 2015. The Nigerian military have been working in conjunction with
 Mynd: EPA
Nígeríski herinn réðist inn í höfuðstöðvar dagblaðsins Daily Trust í borginni Abuja. Forsvarsmenn dagblaðsins telja grein sem birtist í blaði dagsins vera ástæðu aðgerðarinnar. Þar var greint frá því að herinn legði á ráðin um að ná aftur landsvæðum af Boko Haram í norðuasturhluta Nígeríu. Herinn hefur hafnað fregnum af því að vígamenn hafi náð völdum í nokkrum bæjum af hersveitum. 

Breska ríkisútvarpið hefur eftir starfsmönnum Daily Trust að hermenn hafi brotið sér leið í gegnum hlið að skrifstfunum. Þangað inn óku svo þrír flutningabílar, fullir af hermönnum. Fólk var sov beðið um að afhenda hermönnum allar tölvur, áður en þeir tóku skrifstofuna yfir. Fyrr í dag réðust öryggissveitir inn á skrifstofur dagblaðsins í Maiduguri, í austurhluta landsins. Þar var svæðisstjórinn Uthman Abubakar handtekinn auk blaðamannsins Ibrahim Sawab.

Klofningshópur úr Boko Haram, sem kennir sig við íslamskt ríki, hefur látið til sín taka í norðausturhluta Nígeríu undanfarið. Vígamenn hafa náð valdi á nokkrum herstöðvum samkvæmt heimildum fjölmiðla þar í landi. Markmið Boko Haram er að ná völdum í þessum landshluta og mynda nýtt ríki.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV