Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Skriðuklaustur fékk hæsta styrkinn

07.04.2010 - 15:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Fornleifasjóður hefur úthlutað rúmum 18 milljónum króna til 13 umsækjenda. Samtals bárust 49 umsóknir um samtals tæpar 90 milljónir. Stærsta styrkinn, þrjár og hálfa milljón, hlaut fornleifarannsókn á Skriðuklaustri. Þrjú verkefni fengu tvær og hálfa milljón, Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp, Hólarannsóknin, Kolkuóshöfn í Skagafirði og Hvalveiðar útlendinga við Ísland.

Úr tilkynningu Fornleifasjóðs:

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að þessu sinni:

Fornleifarannsókn á Skriðuklaustri. 3.500.000. Steinunn Kristjánsdóttir o.fl.

Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. 2.500.000. Garðar Guðmundsson o.fl.

Hólarannsóknin. Kolkuóshöfn í Skagafirði. 2.500.000. Ragnheiður Traustadóttir o.fl.

Hvalveiðar útlendinga við Ísland. 2.500.000. Magnús Rafnsson o.fl. 

Fornleifauppgröftur í kirkjugarðinum á Hofsstöðum. 1.800.000. Hildur Gestsdóttir o.fl.

Landnámsminjar í Hólmi, Nesjum, A-Skaftafellssýslu. 1.500.000. Bjarni F. Einarsson

Skagfirska kirkjurannsóknin. 1.000.000. Guðný Zoega o.fl.

Fornleifakönnun í Ögri við Ísafjarðardjúp. 500.000. Margrét Hermanns-Auðardóttir. 

Forkönnun Arnarbælis og endurmat á ástandi minjanna. 500.000. Þóra Pétursdóttir o.fl.

Úrvinnsla gagna frá fornleifarannsókn á Stöng í Þjórsárdal. 500.000. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Rannsókn á fornu garðakerfi í Svarfaðardal. 500.000. Árni Einarsson, Elín Ósk Hreiðarsdóttir o.fl.

Forrannsókn á tanneyðingu í íslenskum beinagrindum. 500.000. Erna Jóhannesdóttir

Kolefnisaldursgreining á sýnum frá seljalöndum Reykholts. 350.000. Guðrún Sveinbjarnardóttir o.fl

SAMTALS 18.150.000