Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skotárás á sjúkrahúsi í Tékklandi

10.12.2019 - 08:14
epa08058944 Armed police officers move near the crime scene in front of a hospital in Ostrava, Czech Republic, 10 December 2019. According to police, four people have been killed in a shooting at a hospital in Ostrava. Two others suffered severe injuries in the incident. The police is looking for a suspected gunman who is at large, media reported.  EPA-EFE/LUKAS KABON
Sérsveitarmenn við sjúkrahúsið í Ostrava í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sex eru látnir eftir skotárás á sjúkrahúsi í borginni Ostrava í Tékklandi í morgun. Tveir særðust alvarlega.

Talsmaður sjúkrahússins sagði að árásin hefði átt sér stað á göngudeild um klukkan sjö að staðartíma. Fórnarlömbin hefðu verið skotin af stuttu færi.

Lögregla hefur enn ekki skýringu á tilefni árásarinnar, en ódæðismaðurinn sem komst undan, fannst seinna látinn í bifreið sem leitað var að. Hann hafði svipt sig lífi.

Þetta er mannskæðasta árás í Tékklandi í fjögur ár. Árið 2015 skaut maður átta til bana á veitingastað í borginni Uhersky Brod og svipti sig síðan lífi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV