Skorður við eignarhaldi útlendinga

25.11.2011 - 21:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á landi á Íslandi almennt. Skorðurnar næðu einnig til þeirra sem byggju innan EES. Ögmundur sagði í Kastljósinu í kvöld að margir hefðu viljað reisa slíkar skorður við inngöngu EES á tíunda áratugnum.

Það sé vegna þess að menn líti á jarðnæði og auðlindirnar sem því tengjast sem mikilvægar eignir þjóðarinnar sem eigi að halda yfirráðum yfir innanlands. Hann telji það vera mjög gott og æskilegt markmið og nokkuð sem hann myndi vera fylgjandi að taka til skoðunar.

Mjög skiptar skoðanir eru um ákvörðun Ögmundar þess efnis í daga að hafna beiðni kínverska athafnamannsins Huang Nubo um leyfi til að kaupa Grímstaði á Fjöllum.

Meðal annars sagðist Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vera að íhuga hvort hann haldi áfram stuðningi við ríkisstjórnina í Kastljósþætti kvöldsins.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi