Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Skora á bæjarstjórn í kappróður

Mynd með færslu
 Mynd:
Í vikunni var óvanalegt mál tekið fyrir á bæjarráðsfundi í Bolungarvík. Var þar formlega ákveðið, fyrir hönd bæjarstjórnar, að skora á sveitarstjórn Súðarvíkurhrepps í kappróður.

Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir að tilgangurinn sé að efla Sjómannadaginn, sem er stór viðburður í bænum. Súðavíkurhreppur hefur tekið áskoruninni og verður róið af kappi innan hafnar Bolungarvíkur á morgun, laugardag.