Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Skoðun á rekstri RÚV á lokametrunum

13.10.2015 - 10:56
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Vinna starfshóps sem var skipaður til að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins er á lokametrunum, segir Eyþór Arnalds, formaður hópsins. Starfshópnum var falið að varpa ljósi á ástæður þess rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir við.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra skipaði starfshópinn 8. maí síðastliðinn og var þá stefnt að því að hópurinn skilaði niðurstöðum sínu ekki síðar en 26. júní, eða einum og hálfum mánuði síðar.

Eyþór segir að starfið hafi tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert í upphafi. Kalla hafi þurft eftir gögnum víða að og þau hafi verið að berast fram í síðasta mánuð. Hann segir að nú sé starfinu nokkurn veginn lokið.

Leiðrétt 12.04: Ranglega var sagt í upphaflegri gerð fréttarinnar hvenær starfshópurinn hefði átt að skila af sér. Það hefur verið leiðrétt.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV