Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Skoða 12 vísbendingar um mansal

30.07.2015 - 18:46
Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir / Þórgunnur Oddsdóttir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið skoðað 12 tilvik þar vísbendingar eru um mansal. Málin snúa bæði að vinnumansali og kynlífsánauð. Rannsókn er hafin í einhverjum málanna.

 

Snorri Birgisson, í mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé hægt að rannsaka mál ef þolandi þiggur ekki aðstoð. Vilji hann ekki þiggja aðstoð, sé ekki hægt að þröngva henni upp á hann, eða neyða fólk til að segja frá aðstöðu sinni. Snorri segir að ekki sé hægt að rannsaka mál ef enginn framburður frá þolanda liggur fyrir. Og erfitt fá framburð ef fólk er farið út landi. Þá bendir hann á að þolendur mansals séu oft í viðkvæmri stöðu og erfitt að ávinna sér traust þess.