Jarðskjálftinn sem reið yfir við Bláfjöll eina mínútu í tólf varð í norðurenda stórs misgengis vestur af Geitafelli. Það var korlagt fyrir nokkrum árum og er einn þeirra staða sem hafa verið nefndir sem hugsanlegur upphafsstaður stórs jarðskjálfta í framtíðinni.