Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Skjálfti út af Eyjafirði

29.02.2012 - 22:22
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðskjálfti um 3,5 að stærð varð úti fyrir mynni Eyjafjarðar laust eftir klukkan 10 í kvöld. Upptökin voru um 10 kílómetra norðvestur af Gjögurtá.

Skjálftinn fannst á mælum um allt land og fólk fann fyrir honum víða við norðanverðan Eyjafjörð. Annar skjálfti sem var 3 að stærð varð fimm mínútum síðar. Skjálftar af þessari stærð verða af og til á þessu svæði.