Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Skjálfti í Kötluöskju í nótt

06.10.2016 - 07:21
Innlent · Katla
Gervihnattamynd af Mýrdalsjökli.
 Mynd: NASA
Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, varð í Kötluöskjunni á sjöunda tímanum í morgun. Það hefur verið rólegt yfir Kötlu síðan um helgina og talið er að jarðskjálftahrinunni sé lokið en hún var ein sú stærsta í áratugi. Óvissustigi vegna eldgoss í Kötlu var aflýst í byrjun vikunnar og Veðurstofan hefur fært eldfjallakóða Kötlu af gulum yfir á grænan lit. Það þýðir að virkni eldfjalls er með rólegu móti.
Hjálmar Friðriksson
Fréttastofa RÚV