Skjálfti af stærð 3,4 við Siglufjörð

18.11.2017 - 02:08
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð við Siglufjörð laust eftir klukkan eitt í nótt. Annar skjálfti, 2,0 að stærð, varð á sama stað um hálftíma fyrr. Upptök stærri skjálftans voru á rúmlega 13 kílómetra dýpi um ellefu kílómetra norðvestur af Siglufirði. Íbúi í bænum hafði samband við fréttastofu á öðrum tímanum. Sá hafði fundið vel fyrir skjálftanum og heyrt hvininn sem honum fylgdi.

 

Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 varð á þessum sömu slóðum hinn 13. nóvember síðastliðinn. Kristín Elsa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta þekkt skjálftasvæði og enga ástæðu til að telja þennan skjálfta merki um neitt annað og meira.   

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi