Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Skjálftahrinan við Grímsey heldur áfram

23.02.2018 - 06:23
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Skjálftahrinan sem staðið hefur yfir norður af Grímsey síðustu daga og vikur heldur áfram. Yfir eitt hundrað skjálftar hafa orðið á þessum slóðum í gærkvöld og nótt. Tveir stærstu skjálftarnir voru af stærðinni 2,8; annar þeirra varð rétt fyrir hálftvö í nótt en hinn laust fyrir sex í morgun. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta einfaldlega framhald á hræringum síðustu vikna og ekki vita á neitt annað eða meira.

Skjálftahrinan við Grímsey nú er sú mesta sem þar hefur orðið síðan í apríl 2013. Stærsti skjálftinn í þessari hrinu mældist 5.2 og nokkrir hafa verið vel yfir 4 að stærð. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV