Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Skjálftahrina við Grímsey

15.02.2018 - 01:16
Mynd með færslu
 Mynd: Akureyrarbær
Nokkrir jarðskjálftar um og yfir þremur að stærð hafa mælst við Grímsey í kvöld. Jarðskjálftahrina hófst í nágrenni við eynna  í lok janúar og hefur staðið með hléum síðan. Síðustu tvo sólarhringa hafa mælst um 350 skjálftar.

Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey segist finna fyrir skjálftunum þegar þeir eru orðnir stærri en tveir og hálfur. Sumir finni þó fyrir minni skjálftum. Íbúar í eynni séu sumir orðnir órólegir, skjálftahrinan hafi staðið það lengi. Skjálftarnir eru á allir á svokölluðu Tjörnesbrotabelti, þekktu jarðskjálftasvæði undan miðju Norðurlandi. 
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV