Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Skjálftahrina stendur enn yfir

05.12.2010 - 17:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Skjálftahrina vestur af Langjökli sem hófst í gær, stendur enn. Stærsti skjálftinn mældist rúmir 2 að stærð. Upptök skjálftanna eru á þekktu sprungusvæði og því litlar sem engar líkur á að skjálftarnir séu undanfari frekari jarðhræringa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.