Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Skipverjar létu leggja blómsveig á leiði Birnu

20.03.2018 - 13:46
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrr í þessum mánuði leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur. Kransinn var fluttur hingað til lands í febrúar í tengslum við áhafnaskipti á togaranum og í byrjun mars var hann svo lagður á leiði Birnu í nafni skipverjanna.

Á heimasíðu grænlenska dagblaðsins Sermitsiaq segir að skipverjarnir hafi með þessu viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu.

Í september í fyrra var Thomas Möller Olsen, skipverji af togaranum, dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu og fyrir tilraun til að smygla yfir 23 kílóum af kannabisefnum.

Viðbót 26. mars 2018:

Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, vill koma því á framfæri að hún upplifi þennan gjörning áhafnarinnar sem virðingarleysi. Öllum sé frjálst að leggja eitthvað fallegt á leiði Birnu, en Sigurlaugu finnst ónærgætið að áhöfnin skyldi ákveða að gera þetta með þessum hætti og birta mynd af því í fjölmiðlum án þess að bera það undir hana.

9. maí 2018: Mynd sem fylgdi þessari frétt hefur verið fjarlægð að ósk eiganda myndarinnar. 

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV