Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Skiptir stærðin máli?

Mynd: Pixabay / Pixabay

Skiptir stærðin máli?

20.06.2015 - 15:32

Höfundar

... eða öllu heldur skiptir fjöldinn máli; skiptir það máli hversu stór hluti bókanna á myndinni er eftir konur og um konur. Flestar bækur heimsins eru skrifaðar af körlum og um karla. Er það að breytast? Eða er bókum eftir karla og um karla enn hampað talsvert meira en bókum eftir konur og um konur

Í þættinum Orð*um bækur á rás 1 þann 21. júní var rætt um konur og bókmenntir um mikilvægi fjölbreytileikans í efnisvali og efnistökum í skáldskap. Þau Gerður Kristný ljóðskáld og skáldsagnahöfundur, Hildur Knútsdóttir rithöfundur og femínist og Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingarfræði og bókmenntagagnrýnandi ræða stöðu kvenna í bókmenntunum á 21. öld, bækur sem höfðu áhrif á afstöðu þeirra til kynjanna og hlutverks þeirra og um nauðsyn kynjagleraugna þegar bókmenntaumfjöllun, bókaaútgáfa og bókmenntaverðlaun eru annars vegar.