Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Skiptast til helminga í afstöðu til krónu

06.02.2014 - 07:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslendingar skiptast í tvær jafn stórar fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort þeir vilji krónuna sem framtíðargjaldmiðil. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, alls vilja 50,3 prósent halda krónunni en 49,7 prósent vilja það ekki, munur sem er langt innan skekkjumarka.

Stuðningur við krónu fer stigvaxandi og hefur aukist um tólf prósentustig frá því í apríl 2009. Það er eingöngu meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sem meirihluti er fyrir að halda krónunni. Fylgismenn Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins skiptast í jafn stóra hópa í afstöðu sinni og hjá fylgjendum annarra flokka vilja fleiri ekki að krónan verði framtíðargjaldmiðill.

Leiðrétt 9. febrúar 2014: Ranglega var sagt í upphaflegri gerð fréttarinnar að jafn margir vildu hafa krónu og evru. Hið rétta er að spurt var hvort fólk vildi hafa krónuna sem framtíðargjaldmiðil á Íslandi. Ekki var spurt sérstaklega um evru sem valkost. Einnig var ranglega sagt í upphaflegri útgáfu að stuðningur við evru hefði aukist um tólf prósent frá 2009, hið rétta er að stuðningur við krónu hafði aukist um tólf prósentustig frá 2009.