Skilaboð með flíkum á röngunni

Mynd: DFID - UK / flickr.com

Skilaboð með flíkum á röngunni

20.04.2015 - 17:50

Höfundar

Þann 24. apríl verða liðin tvö ár frá Rana Plaza slysinu í Dakka í Bangladesh, þar sem hátt í 1.200 manns dóu þegar fataverksmiðja hrundi. Eftir slysið gerðu menn sér vonir um að aðstæður verkafólks í fataiðnaði myndu batna til muna. Ýmislegt breyttist til batnaðar en betur má ef duga skal.

 Í fyrra var á þessum tíma var efnt til vitundarvakningar á heimsvísu með svokölluðum tískubyltingardegi, "Fashion Revolution Day". Að þessu sinni felst átakið í því að fólk er hvatt til að vera í fötunum sínum úthverfum þann 24. apríl og setja sjálfsmynd á Instragram þar sem merki framleiðandans sést. Myndirnar á svo að merkja með #whomademyclothes. 

Stefán Gíslason segir frá í Samfélaginu í dag.