Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Skíðasvæðið við Dalvík verður opnað á ný

07.04.2017 - 00:15
Mynd með færslu
 Mynd: Skíðafélag Dalvíkur
Skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli við Dalvík verður apnað aftur næsta mánudag, eftir stutta lokun. Skíðafélag Dalvíkur tilkynnti á mánudaginn var, að svæðinu yrði lokað tímabundið, eftir að félagið var dæmt skaðabótaskylt vegna slyss sem þar varð í febrúar 2013 og gert að greiða skíðakonunni sem slasaðist 7,7 milljónir króna í bætur. Nú hefur verið ákveðið að stefna á að opna skíðasvæðið á ný mánudaginn 10.apríl, segir í tilkynningu frá félaginu, ef aðstæður og snjóalög leyfa.

 

 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV