Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Skerpt á stöðu leigjenda og leigusala

30.03.2015 - 19:20
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að með lagafrumvörpum um húsnæðismál sem afgreidd voru í ríkisstjórn í dag sé skerpt á réttarstöðu leigjenda og leigusala. Hún segir að sumt geti orðið umdeilt hjá leigjendum og annað hjá leigusölum.

Eygló lagði fjögur frumvörp fyrir ríkisstjórn í dag og voru tvö þeirra afgreidd, annað er um endurskoðun á lögum um húsnæðissamvinnufélög og hitt um breytingu á húsaleigulögum. Lagafrumvörp um stofnkostnað vegna félagslegs leiguhúsnæðis og húsnæðisbætur voru ekki afgreidd, þar sem kostnaðargreining fjármálaráðuneytisins liggur ekki fyrir. Eygló sagði í viðtali í sjónvarpsfréttum í kvöld að þau frumvörp yrðu vonandi afgreidd úr ríkisstjórn á morgun.

Eygló sagði að frumvarpið um húsnæðisbætur gengi út á að staða þeirra sem leigja og þeirra sem kaupa verði sambærilegt. Hún sagðist bjartsýn á að þetta yrði afgreitt úr ríkisstjórn á morgun, síðasta deginum til að leggja fram frumvörp á þingi í vetur. Takist það ekki ætlar hún að óska eftir því að málið verði tekið til meðferðar í þinginu með afbrigðum.

Aðspurð hvort til greina komi að beita skattaívilnunum fyrir þá sem eru að kaupa sitt fyrsta húsnæði sagði Eygló það koma til greina, og vísaði til að heimild til að nota séreignasparnað væri þess eðlis. Hún sagði að stjórnvöld myndu eiga sérstakt samráð við viðsemjendur í kjaradeilum á vinnumarkaði og sagði mikilvægt að ná sameiginlegri niðurstöðu. „Ég held að það hljóti að vera lykilatriði þegar