Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Skerðir ekki tónlistarnám á landsbyggðinni

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink

Skerðir ekki tónlistarnám á landsbyggðinni

08.06.2015 - 11:31

Höfundar

Menntamálaráðherra segir að hugmyndir um ríkisrekinn tónlistarskóla fyrir framhaldssnám í Reykjavík séu ekki til þess fallnar að skerða möguleika nemenda á landsbyggðinni. Umræðan sé aðeins á byrjunarstigi og útfærslur algjörlega óákveðnar.

Forsvarsmenn tónlistaskóla víða á landsbyggðinni gagnrýndu þessa hugmynd Illuga fyrr í vikunni og sögðu að aðgengi að tónlistarnámi yrði verra. Samkomulag við sveitarfélög um aðkomu ríkisins að rekstri tónlistarskóla er fallið úr gildi og verður ekki framlengt. Því fá skólarnir ekki áfram stuðning frá ríkinu. 

„Það er langt í frá, að það sé verið að fara að leggja það til framhaldsnám í tónlist, þar sem það er í boði á landinu að það eigi að leggja það af eða segja að menn eigi minni möguleika því það nám sé lægra sett. Það er ekki þannig með neinum hætti. Það þarf að hafa í huga hér að tónlistarnám á grunn-, mið- og framhaldsstigi er samkvæmt samningum hjá sveitarfélögunum,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. 

Gengur ekki upp
Ástæða þess að samkomulagið verður ekki framlengt er meðal annars túlkun Reykjavíkurborgar á því, sem setti ekki peninga á móti ríkinu inn í tónlistarskóla eins og önnur sveitarfélög.

„Ég bara vill árétta og minna á að samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga, þá er kveðið á um að tónlistarnámið sé á forræði sveitarfélaganna og það gengur illa upp í mínum huga að ríkið komi með fjármagn inn í starfsemi sem að síðan annar aðili ræður öllu hvað varðar kjarasamninga, umfang þjónustunnar og svo framvegis,“ segir Illugi jafnframt.

Starfshópur fundar á morgun
Illugi ítrekar það einnig að þetta sé aðeins hugmynd. Starfshópur um málið hefur ekki hafið störf og samtal við sveitarfélögin er í raun ekki formlega hafið. Í minnisblaði sem Guðjón Bragason, sviðstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúi þessí starfshópnum, sendi til stjórnar sambandsins í lok maí kemur fram að vinna starfshópsins myndi hefjast á því að teikna upp nokkrar sviðsmyndir til að vinna með frekar en að ræða eina hugmynd.

Í minnisblaðinu kemur það einnig fram að þörf væri fyrir samráð við þá aðila sem best þekkja til um tilhögun tónlistarnáms. Það muni síðan skýrast betur þegar starfshópurinn hefur hina eiginlegu vinni hvaða áherslur muni verða lagðar af hálfu ráðuneytisins, en fyrsti fundur hans verður á morgun.

Tengdar fréttir

Innlent

Segir borgina skulda skólanum 40 milljónir

Tónlist

Framlög ríkisins renni í einn tónskóla

Menntamál

Ekkert framhaldsnám í tónlist úti á landi