Skemmtum okkur eins og það sé 1999 - Hanastél

Mynd með færslu
 Mynd: www.billboard.com

Skemmtum okkur eins og það sé 1999 - Hanastél

22.04.2016 - 13:11

Höfundar

Við höldum áfram að halda merkjum Prince Rogers Nelson á lofti í Hanastélinu í kvöld. Við ætlum að djamma eins og það sé 1999... og það er gott djamm. Við heyrum nokkur stuðlög frá meistara Prince ásamt öðrum hressum lögum. Stafasyrpan verður á sínum stað, þar sem hlustendur taka fremsta staf í nafni hvers flytjenda í syrpunni og reyna að mynda orð úr því, námskeið fyrir 2 í Vínskóla Ölgerðarinnar plús hamborgari og gos fyrir 2 frá Grill 66 í boði fyrir rétt svar.

Við dönsum gömlu dansana, þar köfum við í fortíðina og heyrum þrjú af vinsælustu danslögum þess árs, árið í kvöld er að sjálfsögðu 1999.

Átt þú þér uppáhalds Prince stuðlag?

Kíktu á fésbókarsíðu Hanastéls og skjóttu hugmyndinni að.