Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skemmtiferðaskip koma 13 sinnum í Flatey

06.05.2019 - 15:53
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
Áætlað er að skemmtiferðaskip komi 13 sinnum við í Flatey á Breiðafirði í sumar. Þá verða í fyrsta sinn innheimt hafnargjöld og hafnarvörður verður starfandi.

Áætlað er að skemmtiferðaskip á vegum Gáru, eða Cruise Iceland, hafi 13 sinnum viðkomu í Flatey sumar. 

Taka í fyrsta sinn gjald

Reykhólahreppur hefur samþykkt gjaldskrá fyrir skemmtiferðaskipin en hingað til hafa þau haft viðkomu án þess að það sé skráð sérstaklega hjá sveitarfélaginu eða skipin greitt fyrir það hafnargjöld. Samhliða nýrri gjaldskrá stendur til að ráða hafnarvörð til að sjá um skipakomur í eynni.

Vilja hafa hafnarvörð

Samkvæmt upplýsingum frá Gáru þá hefur kostnaður ekki stýrt því hvort skipin komið við í Flatey en að það sé vilji útgerðanna að hafa hafnarvörð sem tekur á móti skipum og sinnir gæslu. 

Uppfært: Í fréttinni sagði að Ocean Diamond áætlaði að koma níu sinnum við í Flatey í sumar, en Flatey er ekki á dagskrá skipsins.