Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skemmtanahald ekki lengur bannað yfir jólin

19.12.2019 - 08:18
Mynd með færslu
 Mynd: Pexels.com
Í gær var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnti á reglur um skemmtanahald yfir hátíðirnar. Allt skemmtanahald væri bannað frá kl. 18 á aðfangadag til kl. sex að morgni annars dags jóla. Lögum um frið vegna helgihalds var breytt í sumar og þessar reglur ekki lengur í gildi.

Lögreglan hefur því fjarlægt tilkynninguna af Facebook-síðu sinni. 

Í lögunum segir þó enn að óheimilt sé að trugla guðsþjónustu, kirkjuathöfn eða annað helgihald með hávaða eða öðru því sem andstætt er helgi viðkomandi athafnar.

Fréttin var uppfærð klukkan 12.24 þann 20.12.2019.