Skaut tvo kirkjugesti til bana í beinni útsendingu

30.12.2019 - 05:57
In this still frame from livestreamed video provided by law enforcement, churchgoers take cover while a congregant armed with a handgun, top left, engages a man who opened fire, near top center just right of windows, during a service at West Freeway Church of Christ, Sunday, Dec. 29, 2019, in White Settlement, Texas. The footage was broadcast online by the church according to a law enforcement official, who provided the image to The Associated Press on condition on anonymity because the investigation is ongoing. (West Freeway Church of Christ/Courtesy of Law Enforcement via AP)
Kirkjugestir leita skjóls þegar skotin ríða af. Til vinstri, upp við vegginn, má sjá öryggisvörðinn með mundaða skammbyssu. Lengra til hægri, milli gluggaraðanna, má sjá svartklæddan byssumanninn rétt áður en hann var felldur. Mynd: AP
Maður nokkur skaut tvo menn til bana við morgunmessu í kirkju í úthverfi Fort Worth í Texas í gær, áður en hann var sjálfur skotinn til bana af kirkjugesti. Allt gerðist þetta í beinni útsendingu á netinu, því guðsþjónustunni var streymt á samfélagsmiðlum.

Messan var í fullum gangi þegar maðurinn stóð upp af kirkjubekknum og ávarpaði annan mann sem var þar nærri. Sá benti byssumanninum á þriðja manninn og dró byssumaðurinn þá fram haglabyssu og skaut þann sem bent var á, áður en hann beindi byssunni að þeim sem benti og skaut hann líka.

Þá greip safnaðarmeðlimur sem gegndi hlutverki öryggisvarðar til sinna ráða, mundaði skammbyssu og skaut árásarmanninn til bana. Þónokkrir fleiri úr hópi kirkjugesta drógu upp byssur og miðuðu á árásarmanninn, en erfitt er að greina af upptökum hvort einhverjir aðrir en öryggisvörðurinn hleyptu af skoti.

Kirkjugestirnir sem árásarmaðurinn skaut voru fluttir á sjúkrahús, þungt haldnir, og létust þar af sárum sínum. Lögregla segir ekki vitað hvaða hvatir voru að baki ódæðisverkinu. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi