Skaut föður sinn í misgripum fyrir villisvín

22.09.2019 - 22:50
epa04963916 A picture made available on 05 October 2015 shows two wild boars looking on at the wild boar reserve in the Saxon forest near Wermsdorf, Germany, 29 September 2015. In the fenced training area, dog owners can get their hunting dogs accustomed
Villisvín eru engin lömb að leika sér við Mynd: EPA
Maður skaut föður sinn til bana fyrir slysni. Mennirnir voru í veiðileiðangri í þjóðgarði á Suður-Ítalíu þegar maðurinn skaut föður sinn, sem hann taldi að væri villisvín. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt tilvik kemur upp á Ítalíu.

Hinn átján ára Nathan Labolani var í gönguferð í október í fyrra með hundinn sinn þegar hann var skotinn í kviðinn af veiðimanni sem taldi að þar væri villisvín á ferð. Ungi maðurinn lést af sárum sínum. 

Sergio Costa, umhverfisráðherra Ítalíu kallaði eftir veiðibanni í kjölfar þessa. Ráðherrann sagði að fólk ætti rétt á að fá að njóta náttúrunnar áhyggjulaust. 

 

Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi