Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Skatta- og jafnréttismál í Reykjavík suður

Mynd: Anna Kristín Jónsdóttir / Anna Kristín Jónsdóttir
Frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmi suður tókust á um skattamál, fjármögnun kosningaloforða, kynbundinn launamun og húsnæðismál á rás2 í dag.

10 fulltrúar allra flokka sem bjóða fram í kjördæminu tóku þátt í umræðunum. Þau voru Hörður Ágústsson fyrir Bjarta framtíð, Alex Björn Stefánsson fyrir Framsóknarflokk, Pawel Bartoszek fyrir Viðreisn, Sigríður Á. Andersen, oddviti Sjálfstæðisflokks, Inga Sæland, oddviti Flokks fólksins, Þorsteinn Sæmundsson oddviti  Miðflokksins, Olga Margrét Cilia fyrir Pírata, Þorvaldur Þorvaldsson, odddviti Alþýðufylkingunnar, Ágúst Ólafur Ágústsson oddviti Samfylkingarinnar og Kolbeinn Óttarsson Proppé fulltrúi Vinstri grænna. 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV