Eurosonic Festival fór fram í háskólaborginni Groningen í Hollandi um síðustu helgi og dagana á undan. Þar spiluðu eins og venjulega hljómsveitir frá flestum löndum Evrópu og í Konsert í kvöld heyurm við upptökur frá hátíðinni með Viagra Boys frá Svíþjóð, Cummunions frá Danmörku og okkar eigin Glowie.
Allar þessar hljómsveitir voru tilnefndar af ríkisútvörpum viðkomandi lands til að spila á hátíðinni.
Í þættinum rifjum við líka upp tónleika Péturs Ben á Eurosonic fyrir áratug, árið 2007, og heyrum brot af þeim.
Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]